Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. janúar 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Jú jú, svekkjandi og ekki en ég lærði allavega helling"
Blikastemning í landsliðinu
Icelandair
Damir, Gísli og Alfons árið 2016 - þeir eru allir með landsliðinu sem er í Tyrklandi.
Damir, Gísli og Alfons árið 2016 - þeir eru allir með landsliðinu sem er í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta skrefið í því að sýna að ég sé framtíðarmaður hérna.
Fyrsta skrefið í því að sýna að ég sé framtíðarmaður hérna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kannski svekkjandi að hafa ekki spilað meira en aftur á móti frábært fyrir mig að fá þennan tíma við hlið Birkis í landsliðinu
Kannski svekkjandi að hafa ekki spilað meira en aftur á móti frábært fyrir mig að fá þennan tíma við hlið Birkis í landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted ræddi um landsliðið á blaðamannafundi í dag. Framundan er vináttuleikur gegn Suður-Kóreu á morgun og er þegar búið að greina frá því sem Alfons hafði um félagslið sitt, Bodö/Glimt, að segja.

Alfons um Bodö:
„Ótrúlega spennandi og stór staður til að vera á fyrir mig og klúbbinn"

Sýna að verið sé að taka skref fram á við
Hvað vonist þið til að fá út úr þessum tveimur leikjum?

„Fyrst og fremst að sýna að við erum að taka skref fram á við, við erum búnir að tala endalaust um að taka þessi skref. Þetta ár á að mínu mati að snúast um að sýna að við séum búnir að taka framförum, byrjaðir að spila sem heild og að nýir leikmenn geti komið inn í liðið og sýnt frammistöðu frá fyrstu mínútu," sagði Alfons.

„Mín upplifun af stemningunni í hópnum núna er sú að menn eru að skilja kerfið, fatta hvað við viljum gera frá fyrstu mínútu. Ég hef trú á að þetta verkefni verði mjög gott til að ná sterkri mynd á það sem við ætlum að gera í ár."

Svekkjandi og ekki, lærði allavega helling
Þín staða í landsliðinu, varst kannski ekk þessi lykilmaður sem búist var við. Varstu svekktur hversu fá tækifæri þú fékkst? Alfons hefur spilað sjö landsleiki til þessa.

„Ég var í samkeppni við Birki Má í fyrra, sem hefur gert frábæra hluti fyrir landsliðið og spilað á virkilega háu „leveli" fyrir landsliðið, skilar alltaf sinni vinnu. Kannski svekkjandi að hafa ekki spilað meira en aftur á móti frábært fyrir mig að fá þennan tíma við hlið Birkis í landsliðinu, fá að læra af honum og læra hvernig hlutirnir virka á þessu „leveli". Jú jú, svekkjandi og ekki en ég lærði allavega helling."

Fyrsta skrefið í því að sýna að ég sé framtíðarmaður hérna
Áttu von á því að byrja og jafnvel spila allan leikinn gegn Suður-Kóreu?

„Ég hef ekki rætt það persónulega við Arnar hvernig byrjunarliðið verður en maður hefur ákveðnar væntingar fyrir því að maður spili. Ég kem aðeins seinna inn í hópinn heldur en flestir, kom á þriðjudag eftir að hafa lent í smá covid-veseni heima sem ég þurfti að klára. Nú horfi ég bara á þennan leik á laugardaginn til að tryggja mér þessa stöðu í landsliðinu, þetta er fyrsta skrefið í því að sýna að ég sé framtíðarmaður hérna."

Smá eins og hann sé kominn aftur í Blikana
Það eru margir Blikar í hópnum, er þetta skemmtileg stemning?

„Mjög svo, fyrir mig þá fær maður smá tilfinningu að maður sé á kominn aftur í Blikana. Það er samt ennþá landsliðsbragur yfir þessu. Það er gaman að tengja aftur við leikmenn sem maður þekkir vel og veit hvernig spila. Það ætti ekki að taka langan tíma að finna þessar tengingar á vellinum sem þarf. Ég er spenntur fyrir þessu, þetta er og verður gaman."

Sjá einnig:
„Ótrúlega spennandi og stór staður til að vera á fyrir mig og klúbbinn"
Frábært fyrir Breiðablik og frábært fyrir okkur líka
Athugasemdir
banner
banner
banner