Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. febrúar 2020 22:39
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolti.net mótið: Augnablik hreppti bronsið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kári 3 - 3 Augnablik
1-0 Fylkir Jóhannsson ('1)
2-0 Eggert Kári Karlsson ('17)
2-1 Arnar Laufdal Arnarsson ('18)
3-1 Jón Vilhelm Ákason ('23)
3-2 Arnar Laufdal Arnarsson ('61)
3-3 Hrannar Bogi Jónsson ('82)
0-3 í vítaspyrnukeppni

Augnablik vann Kára í úrslitaleik um 3. sætið í C-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Fylkir Jóhannsson, Eggert Kári Karlsson og Jón Vilhelm Ákason skoruðu fyrir Kára í fyrri hálfleik en Augnablik svaraði með tvennu frá Arnari Laufdali Arnarssyni og jöfnunarmarki frá Hrannari Boga Jónssyni undir lokin.

Lokatölur 3-3 og höfðu Kópavogsbúar betur í vítaspyrnukeppni, þar sem leikmönnum Kára tókst ekki að nýta eina einustu spyrnu en Sindri Snær Vilhjálmsson varði allar þrjár spyrnurnar.

Staðan:
1. Kórdrengir/KV
2. Kórdrengir/KV
3. Augnablik
4. Kári
5. Árborg/KFS
6. Árborg/KFS
7. Elliði
8. Hvíti riddarinn
Athugasemdir
banner