Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 14. febrúar 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Pele segir að sonur sinn fari með fleipur
Pele ásamt Kylian Mbappe, leikmanni PSG.
Pele ásamt Kylian Mbappe, leikmanni PSG.
Mynd: Getty Images
Sonur brasilísku goðsagnarinnar Pele sagði frá því á dögunum að faðir sinn væri að glíma við þunglyndi og færi ekki út úr húsi.

Pele hefur nú tjáð sig og segir að sonur sinn fari með fleipur þó vissulega hafi hann verið í vandræðum með mjöðmina og átt við önnur heilsufarvandamál að stríða. Pele segir að heilsufar sitt sé eðlilegt miðað við aldur en hann er 79 ára.

„Ég á góða daga og slæma daga. Það er eðlilegt fyrir einstaklinga á mínum aldri. En ég er ekkert hræddur, ég er öruggur í því sem ég geri og uppfylli mínar skyldur í því sem ég tek mér fyrir hendur. Það er nóg að gera," segir Pele.

Vinir Pele hafa sagt að hann hafi haft í nægu að snúast í liðnum janúarmánuði. Hann hafi mætt á ýmsa viðburði og sé einnig að vinna með breskum leikstjóra sem er að gera heimildarmynd um fótboltaferil hans.

Pele, sem er 79 ára gamall, átti glæstan knattspyrnuferil og er talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma en hann vann HM þrisvar með Brasilíu og skoraði þá 1281 mark í 1363 leikjum. Þar af 77 mörk í 91 landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner