Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 14. febrúar 2021 07:00
Victor Pálsson
Chicharito: Ég náði botninum
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez eða Chicharito eins og flestir kalla hann segist hafa náð botninum í fyrra eftir að hafa gengið í raðir LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Chicharito kom til Galaxy frá Sevilla í byrjun árs en átti í erfiðleikum með markaskorun og skoraði aðeins tvö mörk í 12 leikjum.

Mexíkóinn geðri garðinn frægan með Manchester United á sínum tíma og lék einnig fyrir Real Madrid, Bayer Leverkusen og West Ham.

„Ég náði botninum. Ég upplifði hluti sem þú upplifir venjulega á fimm eða tíu árum, vitiði hvað ég meina?" sagði Chicharito.

„Það er engin afsökun, það er raunveruleikinn. Raunveruleikinn er sá að ég tók ekki ábyrgð og það reyndist of mikið fyrir mig."

„Þegar tímabilið endaði þá fór ég yfir hlutina. Ég fór yfir lífið og sjálfan mig. Ég ákvað það að ég gæti gert mun, mun betur."
Athugasemdir
banner
banner
banner