Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. febrúar 2021 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson lét Thiago heyra það
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki sáttur við miðjumanninn Thiago á ákveðnum tímapunkti í leiknum gegn Leicester í gær.

Liverpool tapaði 3-1 fyrir Leicester á útivelli eftir að hafa tekið 1-0 forystu um miðbik seinni hálfleiks.

Þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma braut Thiago, sem hefur ekki verið góður fyrir Liverpool til þessa, klaufalega af sér á vítateigslínunni. Fyrst var dæmd vítaspyrna en eftir VAR-skoðun var dæmd aukaspyrna. Fyrsta mark Leicester kom upp úr aukaspyrnunni.

Henderson var langt frá því að vera sáttur með Thiago og lét hann vita af því að svona er ekki í boði.

Liverpool er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en ríkjandi Englandsmeistararnir hafa aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikjum sínum. Meiðsli hafa spilað stóra rullu í liðinu á tímabilinu og þeirra besti varnarmaður, Virgil van Dijk, er búinn að vera frá nánast allt tímabilið.

Sjá einnig:
Thiago í vonbrigðaliði - „Eins og að horfa á mann glíma við tré"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner