lau 14. mars 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liðsfélagi Samúels Kára með kórónaveiruna
Mynd: Mirko Kappes
Ekki er talað um annað en kórónaveiruna um þessar mundir enda hefur veirunni tekist að stöðva nánast allar samkomur í Evrópu næstu vikurnar.

Knattspyrnuheimurinn er stopp og halda tíðindi áfram að berast af sýktum knattspyrnumönnum og þjálfurum.

Í gær var greint frá því að Luca Kilian, samherji Samúels Kára Friðjónssonar hjá SC Paderborn, er með kórónaveiruna.

Leikmenn Paderborn eru því á leið í sóttkví en Samúel Kári er ekki fyrsti íslenski atvinnumaðurinn til að lenda í sóttkví í vikunni.

Gylfi Þór Sigurðsson, Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason hafa allir fengið að kynnast lífinu í sóttkví en hverfandi líkur eru á því að íslenska landsliðið muni spila umspilsleikinn við Rúmeníu sem er á dagskrá 26. mars.
Athugasemdir
banner
banner