þri 14. mars 2023 12:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að stækka HM enn frekar - Fjörtíu leikir til viðbótar
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun á næstunni samþykkja að stækka heimsmeistaramótið enn frekar. Verða þá 104 leikir en ekki 64 eins og hefur verið á síðustu mótum.

Í fyrstu var planað að stækka mótið í 80 leiki en núna á að taka ákvörðun um að stækka það enn frekar.

Það mun hjálpa FIFA að afla meira en 9 milljarða punda í tekna fyrir mótið.

Það verða 48 lið á mótinu árið 2026 sem haldið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Í staðinn fyrir að hafa 16 riðla með þremur liðum þá verða 12 riðlar með fjórum liðum.

Efstu tvö liðin í riðlunum munu fara í 32-liða úrslitin ásamt átta bestu liðunum í þriðja sæti.

Liðin sem komast í úrslitaleikinn þurfa að spila átta leiki, en ekki sjö eins á HM í Katar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner