Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. mars 2023 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikur: Haaland með þrennu - Kominn með 31 mark í 25 leikjum
Erling Braut Haaland er engum líkur
Erling Braut Haaland er engum líkur
Mynd: EPA
Manchester City er á leið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eins og staðan er núna en liðið er 3-0 yfir gegn RB Leipzig í hálfleik á Etihad-leikvanginum. Erling Braut Haaland skoraði öll mörkin.

Enska meistaraliðið fékk vítaspyrnu á 22. mínútu eftir að Benjamin Henrichs handlék boltann í teignum.

Haaland stillti upp boltanum og smellti honum í hægra hornið og staðan 1-0.

Hann gerði annað mark sitt tveimur mínútum síðar. Markvörður Leipzig skaut boltanum fram og vann Man City boltann strax aftur. Kevin de Bruyne keyrði með boltann fram og lét vaða af löngu færi en boltinn fór í þverslá og mætti Haaland á ferðinni til að stanga boltann í netið.

Undir lok hálfleiksins fullkomnaði hann þrennu sína. Ruben Dias stangaði hornspyrnu De Bruyne í stöngina og var boltinn rúllandi við línuna áður en Haaland potaði honum í netið. 31 mark í 25 leikjum í Meistaradeildinni hjá Haaland.

Porto og Inter eru þá að gera markalaust jafntefli í Portúgal.

Manchester City 3 - 0 RB Leipzig (4-1, samanlagt)
1-0 Erling Haland ('22 , víti)
2-0 Erling Haland ('24 )
3-0 Erling Haland ('45 )

Porto 0 - 0 Inter (0-1, samanlagt)
Athugasemdir
banner
banner
banner