Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. mars 2023 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Efnilegur leikmaður Liverpool hneig niður eftir þungt höfuðhögg
Ben Doak í leik með Liverpoo
Ben Doak í leik með Liverpoo
Mynd: EPA
Skoski fótboltamaðurinn Ben Doak lenti í óhugnanlegu atviki í dag er hann spilaði með U19 ára liði Liverpool gegn Sporting í Meistaradeild unglingaliða.

Doak, sem hefur komið við sögu í fimm leikjum með aðalliði Liverpool á þessari leiktíð, þurfti á aðhlynningu að halda eftir að hann hneig niður í grasið eftir að hafa farið upp í skallabolta.

Hann og Joao Muniz, varnarmaður Sporting, hoppuðu upp í einvígi og fékk Doak þungt höfuðhögg í kjölfarið.

Doak stóð á fætur en missti jafnvægið og hrundi í grasið áður en læknateymi Liverpool hljóp inn á völlinn og hugaði að honum. Doak reyndi að halda leik áfam eftir höggið en var tekinn af velli stuttu síðar.

Liverpool hefur greint frá því að það sé í lagi með Doak en að það verði fylgst náið með honum næstu daga.


Athugasemdir
banner
banner