Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. mars 2023 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Man City og Leipzig: Verðskulduð tía á Haaland
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland var enn og aftur í ham fyrir Man City á þessu tímabili. Hann skoraði fimm mörk í 7-0 sigri og fær verðskuldaða tíu í einkunn frá Sky Sports.

Mörkin sem Haaland skoraði voru ekta framherjamörk. Réttur maður á réttum stað.

Hann er þriðji leikmaðurinn til að skora fimm mörk í sama leiknum í Meistaradeildinni á eftir Luiz Adriano og Lionel Messi.

Haaland var besti maður leiksins en Kevin de Bruyne var ekki langt á eftir honum. De Bruyne, Bernardo Silva og John Stones fá allir 9.

Benjamin Henrichs og Timo Werner voru slökustu menn Leipzig með 4 í einkunn.

Man City: Ederson (6), Stones (9), Dias (7), Akanji (7), Ake (8), Rodri (7), Gundogan (8), De Bruyne (9), Silva (9), Haaland (10), Grealish (7).
Varamenn: Foden (7), Mahrez (7), Phillips (6), Alvarez (6), Gomez (6).

RB Leipzig: Blaswich (6), Henrichs (4), Orban (5), Gvardiol (5), Raum (5), Laimer (6), Kampl (5), Haidara (5), Szoboszlai (5), Werner (4), Forsberg (5).
Varamenn: :Silva (6), Poulsen (6), Simakan (6), Olmo (6), Klostermann (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner