Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. mars 2023 10:09
Elvar Geir Magnússon
Garnacho getur ekki verið með Argentínu
Mynd: Getty Images
Meiðslin sem Argentínumaðurinn ungi Alejandro Garnacho hlaut í jafntefli Manchester United og Southampton eru alvarlegri en í fyrstu var talið.

Garnacho hefur verið í sístækkandi hlutverki hjá United og staðið sig vel. Hann var valinn í argentínska landsliðið í síðustu viku.

Garnacho er 18 ára og meiddist eftir tæklingu Kyle Walker-Peters og verður frá í nokkurn tíma samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Ekki hefur verið gefinn út neinn tímarammi en TYC Sports segir ljóst að hann spili ekki komandi landsleiki.

Næsti fréttamannafundur Erik ten Hag er á morgun og þá munu væntanlega berast frekari fréttir af meiðslum Garnacho.
Athugasemdir
banner
banner