Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. mars 2023 23:52
Brynjar Ingi Erluson
Haaland sló 94 ára gamalt félagsmet Man City
Erling Braut Haaland verið ótrúlegur á leiktíðinni
Erling Braut Haaland verið ótrúlegur á leiktíðinni
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Erling Braut Haaland hefur nú skorað flest mörk fyrir Manchester City á einu tímabili en þetta met bætti hann í kvöld er hann skoraði fimm mörk í 7-0 sigri liðsins á RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Haaland hefur verið í ham á sínu fyrsta tímabili með Man City en hann skoraði fimmtu þrennu sína á tímabilinu og það í fyrri hálfleiknum á móti Leipzig.

Hann gerði síðan tvö mörk til viðbótar. Hann er því kominn með 39 mörk á einu tímabili og er það nýtt met hjá Manchester City.

Tommy Johnson átti metið frá 1929 en hann skoraði 38 mörk í 39 leikjum á því tímabili.

Haaland er kominn með 39 mörk og enn tveir mánuðir eftir af tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner