Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 14. mars 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard: Ég og Ancelotti tölum ekkert saman
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, segist ekkert tala lengur við þjálfara sinn, Carlo Ancelotti.

Hazard hefur átt erfiðan tíma frá því hann keyptur til Real Madrid fyrir allt að 100 milljónir evra sumarið 2019. Hann hefur átt í meiðslavandræðum og aldrei fundið neinn takt þegar hann hefur spilað fyrir Madrídarstórveldið.

Núna segir Hazard frá því í samtali við belgíska fjölmiðla að samband hans og Ancelotti sé ekki gott en Ítalinn virðist vera búinn að gefast upp á Hazard sem hefur ekki fengið að spila mínútu með félagsliði sínu eftir HM í Katar.

„Það er gagnkvæm virðing á milli mín og Ancelotti, en við tölum ekkert saman," segir Hazard.

Hazard á rétt rúmlega ár eftir af samningi sínum í spænsku höfuðborginni og hann stefnir á að klára þann samning.

„Ég vil vera áfram. Ég vonast til að spila svo ég geti sýnt hvað ég get gert."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner