Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 14. mars 2023 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Víkingar gerðu sér góða ferð í Mosfellsbæ
Logi og Arnór voru báðir á skotskónum
Logi og Arnór voru báðir á skotskónum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Logi Tómasson ('53 )
0-2 Arnór Borg Guðjohnsen ('60 )
0-3 Nikolaj Andreas Hansen ('61 )

Víkingur vann riðil 3 í A-deild Lengjubikarsins með fullt hús stiga eftir að hafa unnið 3-0 sigur á Aftureldingu á Malbikstöðinni við Varmá í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Logi Tómasson sem kom Víkingum í forystu. Logi framlengdi nýlega samning sinn við Víkinga og fagnaði því með að skora í kvöld.

Arnór Borg Guðjohnsen bætti við öðru á 60. mínútu og hömruðu Víkingar járnið meðan það var heitt því Nikolaj Hansen skoraði þriðja markið aðeins nokkrum sekúndum síðar.

Öruggur þriggja marka sigur Víkinga sem klára riðlakeppnina með 15 stig úr fimm leikjum. Afturelding hafnaði í neðsta sæti með aðeins eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner