Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. mars 2023 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Flugeldasýning á Etihad - Inter skreið áfram
Erling Braut Haaland skoraði fimm!
Erling Braut Haaland skoraði fimm!
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne kom að sex mörkum í leiknum
Kevin de Bruyne kom að sex mörkum í leiknum
Mynd: Getty Images
Úr leik Porto og Inter
Úr leik Porto og Inter
Mynd: Getty Images
Manchester City og Inter eru komin áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Erling Braut Haaland skoraði fimm mörk í 7-0 sigri Man City á meðan Inter sætti sig við markalaust jafntefli eftir að hafa unnið fyrri leikinn, 1-0.

Eftir 1-1 jafntefli í Þýskalandi ákvað Man City að setja í næsta gír á Etihad.

Haaland skoraði tvö mörk á tveimur mínútum. Hann skoraði á 22. mínútu úr víti eftir að Benjamin Henrichs handlék knöttinn í teignum og svo kom annað markið eftir að hann hirti frákastið eftir að langskot Kevin de Bruyne hafnaði í þverslá.

Áður en hálfleikurinn var úti gerði hann þriðja mark sitt eftir hornspyrnu Kevin de Bruyne. Ruben Dias skallaði boltann í stöng og náði Haaland að koma boltanum yfir línuna af harðfylgi.

Ilkay Gündogan bætti við fjórða markinu snemma í síðari hálfleik eftir laglega sókn. Ederson kom boltanum á Bernardo Silva, sem skiptist á sendingum með Kevin de Bruyne áður en Gündogan fékk boltann við vítateiginn og skoraði með góðu vinstri fótar skoti.

Haaland var ekki hættur. Aftur voru það hornspyrnurnar sem voru að valda Leipzig vandræðum. Ruben Dias skallaði hornspyrnu De Bruyne fyrir markið. Haaland kom boltanum á markið en markvörður Leipzig sá við honum. Manuel Akanji reyndi því næst að stýra honum í netið í frákastinu en brást bogalistin áður en Haaland hamraði honum í markið.

Norðmaðurinn skoraði síðan fimmta mark sitt eftir svipað upplegg fjórum mínútum síðar. De Bruyne með hornspyrnuna á Akanji sem kom boltanum á markið en boltinn datt út á Haaland sem varð þriðji leikmaðurinn í sögunni til að skora fimm mörk í sama leiknum. Hann fór síðan af velli stuttu síðar.

Kevin de Bruyne kórónaði þá stórleik sinn með marki undir lok leiksins með stórglæsilegu marki af 25 metra færi efst upp í hægra hornið.

7-0 sigur Man CIty staðreynd og liðið samanlagt áfram, 8-1. Glæsilegur sigur hjá Englandsmeisturunum sem virka sigurstranglegir.

Porto og Inter gerðu á meðan markalaust jafntefli í Portúgal. Porto var líklegri aðilinn í fyrri hálfleiknum. Liðið fékk nokkra góða sénsa til að skora og Evanilson sennilega það besta en Federico Dimarco bjargaði á síðustu stundu.

Lítið var um dauðafæri í þeim síðari. Marko Grujic fékk besta sénsinn á 76. mínútu en Andre Onana varði frá honum. Mikil dramatík var í uppbótartíma. Denzel Dumfries bjargaði á línu og þá átti Porto skot í slá. Inter náði einhvern vegin að mjaka sér áfram í 8-liða úrslitin, samanalagt 1-0.

Úrslit og markaskorarar:

Manchester City 7 - 0 RB Leipzig
1-0 Erling Haland ('22 , víti)
2-0 Erling Haland ('24 )
3-0 Erling Haland ('45 )
4-0 Ilkay Gundogan ('49 )
5-0 Erling Haland ('53 )
6-0 Erling Haland ('57 )
7-0 Kevin De Bruyne ('90 )

Porto 0 - 0 Inter
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner