þri 14. mars 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ramsey nýr fyrirliði landsliðsins
Mynd: EPA
Velsk landsliðshópurinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM var tilkynntur í dag. Aaron Ramsey, leikmaður Nice í Frakklandi, hefur tekið við fyrirliðabandinu hjá landsliðinu þar sem Gareth Bale hefur lagt skóna á hilluna í janúar. Ben Davies er nýr varafyrirliði.

Wales mætir Króatíu og Lettlandi seinna í mánuðinum.

„Aaron var varafyrirliði fyrir Gareth og frá mér séð er eðlilegt að þróunin verði svona," sagði Rob Page, þjálfari liðsins, á fréttamannafundi í dag.

Page segir að hann hafi valið á milli Ramsey og Davies um hvor yrði fyrirliði liðsins. „Ég sé Davies sem fyrirliða í framtíðinni og hann verður í svipuðu hlutverki og Gareth og Aaron."

Auk Bale hafa þeir Joe Allen, Chris Gunter og Jonny Williams allir lagt landsliðsskóna á hilluna nýlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner