Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. mars 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Redknapp: Eins og tíminn stöðvist þegar hann er með boltann
Mynd: EPA
Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, er mjög hrifinn af Martin Ödegaard leikmanni Arsenal.

Ödegaard, sem er fyrirliði Arsenal, hefur átt skínandi tímabil með Arsenal og segir Redknapp að hann sé efstur á lista hjá sér.

„Akkúrat núna er hann númer eitt. Venjulega myndiru segja að Kevin De Bruyne væri besti miðjumaður, ekki bara í úrvalsdeildinni, heldur í heiminum, en eitthvað er ekki alveg að smella. Ödegaard á í sínum leik, allir frábærir leikmenn eru með þennan eiginleika, það er eins og tíminn stöðvist þegar hann er með boltann," sagði Redknapp.

De Bruyne hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu hjá Manchester City og ekki alltaf verið í liðinu hjá Pep Guardiola. Ödegaard er á sama tíma algjör lykilmaður hjá Arsenal og risastór þáttur í sóknarleik liðsins.

Arsenal er á toppi úrvalsdeildarinnar og getur með sigri gegn Crystal Palace á sunnudag náð átta stiga forskoti á City sem spilar í enska bikarnum um helgina.
Enski boltinn - Sættir sig við að Arsenal verði meistari
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner