banner
   þri 14. mars 2023 16:50
Elvar Geir Magnússon
Stærsta nafn Bosníu ekki skorað í tíu leikjum í röð
Icelandair
Edin Dzeko.
Edin Dzeko.
Mynd: Getty Images
Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Edin Dzeko, fyrirliði Bosníu, hefur ekki skorað í tíu leikjum í röð með ítalska liðinu Inter. Þó þessi 36 ára leikmaður gangi í gegnum markaþurrð þá segir Ejub Purisevic ljóst að Ísland þurfi að hafa góðar gætur á honum í komandi landsleik.

„Dzeko hefur alltaf skilað sínu með bosníska landsliðinu, ef hann fær góða þjónustu og fyrirgjafir þá skorar hann mörk. Það eru alltaf mörk í honum," segir Ejub í Innkastinu.

Dzeko er með 64 mörk í 126 landsleikjum fyrir Bosníu og verður með fyrirliðabandið þegar Bosnía og Ísland eigast við í undankeppni EM í næstu viku.

Bosnía verður án Miralem Pjanic, fyrrum leikmanns Barcelona og Juventus, sem er meiddur og þá er allt útlit fyrir að Sead Kolasinac missi einnig af leiknum vegna meiðsla.

„Þeir eru mjög flottir leikmenn, sérstaklega Pjanic sem hefur verið að skapa færin. Hann og Dzeko þekkjast mjög vel," segir Ejub.

„Bosnía er með fullt af leikmönnum sem spila með góðum klúbbum og eru flottir leikmenn. Það er bara spurning hvort liðsheildin séu nægilega góð. Það skiptir miklu máli hvort liðið nái fram stemningu, ég held að það skipti meira máli en hvort einstaka leikmenn séu með."

Hér má sjá leikmannahópinn hjá landsliði Bosníu en meðal áhugaverðra leikmanna er Rade Krunic sem er byrjunarliðsmaður á miðju AC Milan.

Leikurinn í næstu viku verður ekki spilaður í höfuðborginni Zarajevo heldur í iðnaðar- og fangelsisborginni Zenica.

„Þarna fær landsliðið mestan stuðning. Áhorfendur geta verið mjög heitir og stutt landsliðið ákaft en svo geta þeir auðveldlega snúist gegn því ef hlutirnir ganga ekki upp og spilamennskan er ekki góð. Þá getur þetta snúist upp í leiðindi," segir Ejub

Í þættinum ræðir Ejub nánar um mótherja Ísland og einnig ástandið í Bosníu/Hersegóvínu sem kom illa út úr stríðinu og hefur glímt við mikla stöðnun.
Innkastið - Byrjað á bardaga í Bosníu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner