Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. mars 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að það yrði best að gera stjórabreytingu strax
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Chris Sutton segir að Antonio Conte, stjóri Tottenham, eigi að segja starfi sínu lausu ekki seinna en núna ef hann ætlar ekki að stýra liðinu á næstu leiktíð.

Samningur Conte rennur út eftir tímabilið en það eru taldar miklar líkur á því að hann muni hætta í sumar og fara heim til Ítalíu.

Tottenham er úr leik í öllum keppnum en liðið er að berjast um Meistaradeildarsæti.

„Það væri best fyrir alla aðila ef hann myndi fara núna," sagði Sutton við BBC.

„Ég held að hann muni klára tímabilið með Tottenham en ég skil ekki hvað er í gangi hjá Spurs. Það er ekki útlit fyrir að hann skrifi undir nýjan samning og það væri best að gera breytingar strax. Þeir eru slakari en á síðasta tímabili."

Sutton óttast greinilega fyrir hönd Tottenham að liðið fari ekkert lengra með Conte og muni missa af Meistaradeildarsæti.
Enski boltinn - Sættir sig við að Arsenal verði meistari
Athugasemdir
banner
banner
banner