Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 14. mars 2023 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír Íslendingar í liði helgarinnar - „Mögulega sá besti í liðinu"
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír Íslendingar eru í liði helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni hjá fjölmiðlinum Tipsbladet.

Tveir þeirra koma úr Lyngby eftir frækinn sigur lærisveina Freys Alexanderssonar gegn Midtjylland.

Sævar Atli Magnússon gerði tvennu í leiknum og er auðvitað í liði umferðarinnar. „Hann hefur svo sannarlega komið af krafti inn í liðið í ár og verið drjúgur fyrir Lyngby sem er komið upp að hlið AaB í töflunni."

Þá lagði bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson upp mark í leiknum og er með Sævari í liðinu. „Hann er nýr hjá félaginu og er að sýna að hann sé góður leikmaður. Olli Midtjylland stöðugt vandræðum og hann lagði upp eitt mark. Er góður fótboltamaður."

Þá er landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson að sjálfsögðu í liðinu. Hákon skoraði og lagði upp á tveimur mínútum í 4-1 sigri FC Kaupmannahafnar gegn Horsens.

„FCK hafnaði stóru tilboði í Hákon í janúar og það var líklega góð hugmynd. Hann er búinn að vera frábær að undanförnu, mögulega sá besti í liðinu. Hann var með yfirburði gegn Horsens, bæði sem miðjumaður og sem sóknarmaður," segir í greininni um Hákon sem mun spila stórt hlutverk fyrir landsliðið í komandi glugga.
Athugasemdir
banner
banner