Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 14. mars 2023 13:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur fær bandarískan framherja (Staðfest)
Valur fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Valur fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Valur hefur gengið frá samningi við bandaríska framherjann Haley Lanier Berg og mun hún spila með Íslands- og bikarmeisturunum í sumar.

Hún kemur til Hlíðarendafélagsins frá Nordsjælland í Danmörku þar sem hún lék í fyrra. Þar áður var hún á mála hjá Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni.

Berg spilaði níu leiki með Nordsjælland en byrjaði aðeins tvo þeirra. Í þessum níu leikjum skoraði hún ekkert mark.

Það er vonandi fyrir Val að hún verði betri fyrir félagið en Brookelynn Paige Entz og Mariana Sofía Speckmaier sem komu til Vals fyrir tímabilið í fyrra.

Valur

Komnar
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir frá Aftureldingu
Hanna Kallmaier frá ÍBV
Rebekka Sverrisdóttir frá KR
Arna Eiríksdóttir frá Þór/KA (var á láni)
Haley Lanier Berg frá Danmörku

Farnar
Aldís Guðlaugsdóttir í FH
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í Stjörnuna
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hætt
Brookelynn Paige Entz til HK
Cyera Makenzie Hintzen til Ástralíu
Elín Metta Jensen hætt
Mist Edvardsdóttir hætt
Mariana Sofía Speckmaier
Sandra Sigurðardóttir hætt
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen til Svíþjóðar
Mikaela Nótt Pétursdóttir í Breiðablik (var á láni frá Haukum)
Athugasemdir
banner
banner