Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. apríl 2016 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Valur í undanúrslit - Blikar úr leik
Rolf Toft mætir sínum fyrrverandi liðsfélögum í Víking R. í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Rolf Toft mætir sínum fyrrverandi liðsfélögum í Víking R. í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Valur 2 - 1 Breiðablik
0-1 Guðmundur Atli Steinþórsson ('15)
1-1 Haukur Páll Sigurðsson ('45)
2-1 Rolf Toft ('72)

Valur mætti Blikum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á Hlíðarenda í kvöld og lenti undir eftir aðeins stundarfjórðung af leiknum.

Rasmus Christiansen, varnarmaður Valsara, gerðist þá sekur um vandræðaleg mistök þegar hann lagði boltann fyrir Guðmund Atla Steinþórsson sóknarmann Blika sem skoraði örugglega.

Bæði lið fengu tækifæri til að skora en það voru heimamenn sem jöfnuðu rétt fyrir leikhlé. Haukur Páll Sigurðsson skallaði knöttinn þá í netið eftir hornspyrnu frá Einari Karli Ingvarssyni.

Leikurinn var heilt yfir frekar jafn en Rolf Toft kom Valsörum yfir eftir frábæra sókn þar sem Toft þurfti aðeins að pota boltanum í netið eftir að hafa tætt í sig vörn Blika ásamt Daða Bergssyni og Guðjóni Pétri Lýðssyni.

Lítið gerðist eftir mark Toft sem reyndist sigurmarkið og eiga Valsarar leik við Víking R. í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner