Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 14. apríl 2020 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Hvað er að frétta frá Hong Kong? Spiluðu í 8 vikur án áhorfenda
Þorlákur Árnason starfaði hjá KSÍ áður en hann fékk starfið í Hong Kong.
Þorlákur Árnason starfaði hjá KSÍ áður en hann fékk starfið í Hong Kong.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Liðin 10 fengu að æfa á æfingasvæði sem að sambandið á og þar spiluðum við deildina í cirka 8 vikur undir miklu eftirliti og án áhorfenda.''
,,Liðin 10 fengu að æfa á æfingasvæði sem að sambandið á og þar spiluðum við deildina í cirka 8 vikur undir miklu eftirliti og án áhorfenda.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,5 félög eru gjörsamlega úr leik fjárhagslega að minnsta kosti um stundarsakir á meðan hin 5 eru með betri strúktúr og lifa þetta vel af.''
,,5 félög eru gjörsamlega úr leik fjárhagslega að minnsta kosti um stundarsakir á meðan hin 5 eru með betri strúktúr og lifa þetta vel af.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það má segja að síðustu 9 mánuðir hafa verið stanslaus barátta við utanaðkomandi þætti.''
,,Það má segja að síðustu 9 mánuðir hafa verið stanslaus barátta við utanaðkomandi þætti.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þá vantar verulega upp á að KSÍ hafi framtíðarsýn á hlutunum þó að það hafi batnað verulega eftir að Arnar Þór Viðarsson var ráðinn til starfa.''
,,Þá vantar verulega upp á að KSÍ hafi framtíðarsýn á hlutunum þó að það hafi batnað verulega eftir að Arnar Þór Viðarsson var ráðinn til starfa.''
Mynd: KSÍ
,,Það eru viðbrigði að vera með grímu á sér nær alla daga og það gæti verið áskorun þegar það fer að hitna meira''
,,Það eru viðbrigði að vera með grímu á sér nær alla daga og það gæti verið áskorun þegar það fer að hitna meira''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason er yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong. Eins og annars staðar í heiminum er þar glímt við heimsfaraldur Covid-19 veirunnar. Við tókum púlsinn á honum og spurðum út í stöðuna þar og svo hvað honum finnst um hvernig tekið er á málum hér á landi.

Hvernig hafa síðustu vikur verið í Hong Kong eftir heimsfaraldurinn í Covid-19?
Síðustu vikur í Hong Kong hafa verið upp og niður. Það hafði tekist að ná faraldrinum vel niður í febrúar áður en landinu var lokað. Þá komu erlendir borgarar sem stunda nám og vinnu hingað og þá fjölgaði tilfellum mikið um stundarsakir en síðustu daga þá hefur þetta fallið niður aftur og lítur nokkuð vel út núna.

Hafa verið æfingar í gangi?
Æfingum var hætt í lok janúar hjá öllum nema úrvalsdeildarliðum karla. Liðin 10 fengu að æfa á æfingasvæði sem að sambandið á og þar spiluðum við deildina í sirka 8 vikur undir miklu eftirliti og án áhorfenda. Við lokuðum hins vegar á allan fótbolta fyrir 3 vikum síðan þegar tilfellum fjölgaði mikið vegna endurkomu erlendra námsmanna og starfsfólks. Í augnablikinu er bann við öllum æfingum.

Hvernig er staðan almennt í Hong Kong. Er mismunandi hvernig félög hafa hagað málum hvað varðar æfingar undanfarnar vikur?
Þar sem við ákváðum að taka öll félögin yfir á okkur æfingasvæði þá eru málin eins hjá öllum. Hins vegar er fjárhagsstaða félaganna mjög misjöfn, 5 félög eru gjörsamlega úr leik fjárhagslega að minnsta kosti um stundarsakir á meðan hin 5 eru með betri strúktúr og lifa þetta vel af þangað til byrjum deildina aftur í haust.

Hvernig hefur baráttan við Covid-19 gengið í Hong Kong?
Hún hefur gengið mjög vel. Hong Kong fór mjög illa út úr SARS flensunni sem barst með kínverskum lækni hingað og því er fólk hér ofboðslega varkárt. Í byrjun var gríðarlega tortryggni og vantraust út í Kína sem gerði það að verkum að almenningur fór sér mjög varlega og hefur notað grímur og fleiri búnað til að minnka líkur á smiti. Það eru margir fræðimenn í sóttvörnum sem búa í Hong Kong sem er vitnað í þegar talað er um faraldurinn á heimsvísu þannig að þekkingin hér er mikil.

Hvaða áhrif hefur þetta haft á starf þitt sem yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong?
Þetta hefur haft gríðarlega áhrif á stóran hluta af mínu starfi sérstaklega þar sem að í fyrra bitnuðu mótmælin í Hong Kong einnig á öllum samfélaginu, þar á meðal fótboltanum. Þannig að það má segja að síðustu 9 mánuðir hafa verið stanslaus barátta við utanaðkomandi þætti. Það hefur hins vegar verið lán í óláni að stór hluti af mínu starfi hefur verið að búa til framtíðarplan fyrir fótboltann í landinu og þvi hef ég haft nóg að gera sjálfur en það hefur verið mikil áskorun að finna verkefni fyrir þá þjálfara sem eru í fullu starfi hjá okkur.

Hvaða áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á fjármálin hjá sambandinu. Hefur gengið vel að greiða laun?
Það má segja að innstreymið komi frá þremur stöðum og skiptist nokkurn veginn í þrennt; frá ríkinu, frá einu gríðarlega fjársterku fyrirtæki og síðan frá FIFA og AFC. Við höfum því getað borgað okkar starfsfólki öll laun og það sem meira er að okkar styrktaraðilar hafa samþykkt okkar framtíðarplan og munu því styrkja okkur áfram næstu 5 árin að minnsta kosti. Við stjórnum hins vegar öllum svæðisliðum í HK og þar eru þjálfarar í hlutastarfi og meðan að fótboltinn liggur niðri þá fá þeir ekki greitt, það má því segja að þetta ástand bitni mest á þeim sem eru lægstir í feðjukeðjunni líkt og í samfélaginu þar sem að fólk í hlutastarfi missir fyrst vinnuna.

Hvað finnst þér um stöðuna á Íslandi hvað fótboltann varðar?
Líkt og ég hef sagt áður þá búum við að því á Íslandi að vera með frábæra innviði, þar á ég við þjálfaramenntun, foreldrastarf og styrkur sveitarfélaga til íþróttaiðkunar almennt. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í og forðast það að byrja of snemma á afreksstarfinu því það mun leiða til brottfalls úr fótbolta sem við megum engan veginn við vegna fjölda. Umræðan er hins vegar veik og mótast af því að að það tala allir með maganum og hugsa undantekningarlaust hvað er best fyrir þá sjálfa.

Þá vantar verulega upp á að KSÍ hafi framtíðarsýn á hlutunum þó að það hafi batnað verulega eftir að Arnar Þór Viðarsson var ráðinn til starfa. Það vantar dýpri umræðu. Fjölmiðlar eru einnig frekar meðvirkir en eru þó orðnir mun opnari eftir komu nýrra útvarpsþátta undanfarið. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi mismunandi skoðanir á fótboltanum heima, það veitir aðhald og dýpkar umræðuna.

Hvernig bera félögin í landinu sig í þessari baráttu?
Ég er nú kannski ekki besti maðurinn til að dæma um félögin en KSÍ þarf klárlega að taka ákvörðun fljótlega með Pepsi Max-deild karla og kvenna sem eru flaggskipin í landinu. Það væri best að spila fyrstu umferðirnar án áhorfenda en þá þarf líka að huga vel að sóttvörnum og því fylgir ákveðinn aukakostnaður sem gæti orðið byrði fyrir félögin sem eru þegar að tapa peningum.

Það þarf einnig að hugsa þennan part út frá leikvöllum, klefaaðstöðu og svo framvegis, allt ferli breytist ef það á að byrja að spila fótbolta meðan að þessu stendur. Skynsamlegt væri að fjölga beinum útsendingum á meðan spilað er án áhorfenda.

Má búst einhverjum breytingum hjá ykkur til frambúðar eftir að heimsfaraldrinum lýkur?
Það er alveg ljóst að allt mun breytast núna. Bestu fótboltamennirnir lifa þetta af í hverju landi fyrir sig en þeir sem eru „yfirborgaðir” núna mega búast við breytingum. Launalækkun á leikmenn mun einnig þýða að leikmenn geta yfirgefið félög, þetta er eins og hver önnur vinna. Þannig að 2020 og 2021 verður róstursamt í leikmanna- og þjálfaramálum um allan heim. Efsta deildin hérna í Hong Kong mun vonandi fara í gang í september og mín tilfinning er að það verði færri útlendingar en áður og fleiri ungir leikmenn fái tækifæri.

Síðan verður áskorun að fá fólk til að mæta á völlinn aftur. Þessu mun fylgja margar breytur þar sem það verður erfiðara að komast í atvinnumennsku erlendis sem leikmaður og ekki síður sem þjálfari. Skiptir þá engu máli hvort það er í Hong Kong, á Íslandi eða annars staðar í heiminum.

Hafa margir leikmenn í landinu fengið sjúkdóminn eða lent í sóttkví?
Margir hafa þurft að fara í sóttkví. Við erum með B-lið R&F frá Kína í deildinni og þeir þurftu að fara í sóttkví áður en þeir gátu spilað þegar faraldurinn var í hámarki og svo erum við með erlenda leikmenn sem eiga konur og börn sem höfðu verið í heimalandinu og nokkuð margir frá Spáni þar sem veikin hefur verið mjög slæm. Einn þjálfari veiktist þar sem hann fór ekki í sóttkví þegar eiginkona hans kom tilbaka frá Spáni.

Hvernig sérðu fyrir þér að næstu vikur og mánuðir verði?
Útlitið er gott núna og búið að stoppa þessa aðra bylgju sem kom mest vegna erlendra námsmanna. Við miðum allt við opnum skóla og ég held að þeir muni opna í lok maí og þá getum við farið að byrja okkar starfsemi í júlí og svo að fullum krafti í ágúst.

Hvernig hafa málin verið persónulega hjá þér. Hefur gengið vel að komast í gegnum þetta?
Það er alveg ljóst að ég það er varla hægt að vera á betri stað en í Hong Kong á meðan þessi faraldur hefur gengið yfir. Hong Kong búar eru gríðarlega skynsamir og reynslumiklir í að glíma við vírusa og því ekki hægt annað en að dást að því hvernig þeir hafa höndlað þetta. Þannig að ég get ekki kvartað yfir neinu þannig séð. Það eru viðbrigði að vera með grímu á sér nær alla daga og það gæti verið áskorun þegar það fer að hitna meira en ég trúi því líkt og heimamenn að þetta geri gæfumuninn og haldi smitum niðri.

Persónulega líður mér gríðarlega vel hér en líkt og með aðra í fótboltanum þá er erfitt að spá fyrir um framhaldið hjá mér því þetta hefur áhrif á alla sem koma að fótbolta og breytir heildarmyndinni mikið.
Athugasemdir
banner