Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. apríl 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Rafa og Friðrik ekki með Vestra í sumar
Friðrik Þórir Hjaltason
Friðrik Þórir Hjaltason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmennirnir Friðrik Þórir Hjaltason og Rafa Mendez verða ekki með Vestra í Lengjudeildinni í sumar en félagið greindi frá þessu í dag.

Friðrik sleit hásin á dögunum sem þýðir að hann verður ekkert með Vestra á tímabilinu. Friðrik skoraði eitt mark í nítján leikjum í Lengjudeildinni í fyrra en hann á 77 meistaraflokksleiki að baki.

„Við heyrðum aðeins í Friðriki og sagði hann að þetta væri að sjálfsögðu ótrúlega svekkjandi, en væri bara næsta verkefni sem þyrfti að tækla. Hann muni koma sterkari til baka 2022," segir á heimasíðu Vestra.

Rafa er spænskur hægri bakvörður sem spilaði á síðasta tímabili með Vestra en hann framlengdi samning sinn við félagið í vetur.

„Ef brotthvarf Friðriks var ekki nóg fyrir okkar menn, þá bárust einnig aðrar ömurlegar fréttir á dögunum, en Rafa Mendéz, sem spilaði frábærlega í hægri bakverðinum síðasta sumar, mun ekki spila með Vestra í sumar," segir á vef Vestra.

„Alvarleg veikindi tóku sér upp innan fjölskyldu Rafa og að sjálfsögðu varð knattspyrnudeild við þeirri bón Rafa að vera áfram í heimahögum. Við óskum Rafa og fjölskyldu alls hins besta og þökkum honum fyrir frábæra þjónustu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner