Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   fös 14. apríl 2023 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einar Bragi spáir í 2. umferð Bestu deildarinnar
Einar Bragi í leik með FH.
Einar Bragi í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
'Arnór Sveinn mætti alveg setja eitt í grímuna á Völsurunum'
'Arnór Sveinn mætti alveg setja eitt í grímuna á Völsurunum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður FC Kaupmannahafnar á láni hjá SönderjyskE, var aðeins með einn réttan þegar hann spáði í fyrstu umferð Bestu deildar karla í síðustu viku. Hann spáði því rétt að Valur myndi vinna ÍBV..

Núna er það Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH í handboltanum, sem spáir í leikina. Einar og félagar hans eru að fara að taka þátt í úrslitakeppninni í handbolta sem hefst á morgun. Allir á völlinn!

Keflavík 1 - 1 KR (14:00 á morgun)
Þessi leikur er mjög 1-1 legur. Óvanalega jákvæð umræðu um KR- ingana fyrir þetta mót og mér finnst ekki alveg vera innistæða fyrir því. Jafntefli, 1-1, verður niðurstaðan og minn maður Sindri Snær skorar fyrir Kef.

KA 2 - 1 ÍBV (16:00 á morgun)
Alltaf gott veður fyrir norðan sem að Eyjamennirnir eru kannski ekki vanir, leikurinn endar 2-1 fyrir KA. Þessi leikur verður ekki fyrir augað, held að það sé óhætt að segja það.

FH 3 - 2 Stjarnan (16:00 á morgun)
Þessi leikur fer 3-2 fyrir mína menn í FH. Þessi leikur gæti orðið áhugaverður fyrir margra hluta sakir; tvö lið sem fyrirfram eru frekar jöfn og svo fer leikurinn fram á frjálsíþróttavellinum í Krikanum. Markaskorarinn Ólafur Guðmundsson skallar einn í netið og svo verður óvæntur Finnur Orri með eina sleggju!

Víkingur R. 4 - 1 Fylkir (17:00 á sunnudag)
Niðurstaðan hér verður 4-1 fyrir Víkinga. Mikil testa orka á bekknum hjá þeim með Arnar G, Sölva og Kára. Fylkismenn munu ekki sjá til sólar því miður fyrir Albert Brynjar.

Valur 1 - 3 Breiðablik (19:15 á sunnudag)
Ég er með blendnar tilfinningar fyrir þessum leik, viðurkenni það að 3-4 tapið fyrir HK fór aðeins í mig. En besta lið landsins, þeir vinna þennan leik 1-3. Arnór Sveinn mætti alveg setja eitt í grímuna á Völsurunum. Drillið hjá Adda Grétars klikkar í þessum leik, ótrúlegt en satt.

HK 2 - 4 Fram (19:15 á sunnudag)
Það eina sem ég get sagt með vissu um þennan leik er það að í honum verða mörk. Kæmi ekki á óvart ef þetta myndi enda 2-4, því miður fyrir mína gömlu félaga í HK - sem eru reyndar með annan af tveimur bestu liðstjórum landsins innanborðs.

Fyrri spámenn:
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner