Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   sun 14. apríl 2024 11:50
Aksentije Milisic
„Við elskum að vinna Manchester United"

Dominic Solanke, sóknarmaður Bournemouth, skoraði eitt mark í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Manchester United á Vitality leikvangnum.


Solanke skoraði einnig gegn United á Old Trafford fyrr í vetur en þá valtaði Bournemouth yfir United og vann 3-0. Bournemouth var betra liðið í gær og var óheppið að klára ekki leikinn.

„Við erum ekki ánægðir. Við elskum að vinna Manchester United. Strákarnir eru ekki sáttir með þetta stig," sagði þessi fyrrverandi leikmaður Liverpool.

Bournemouth átti 20 marktilraunir gegn United og kemur það ekki á óvart miðað við spilamennsku United uppá síðkastið.

„Þeir eru með frábært lið svo þetta sýnir bara hversu vel við höfum verið að spila," sagði Solanke.

Bruno Fernandes gerði tvö mörk fyrir Man Utd í gær og virðist fyrirliðinn vera eini með einhverju lífsmarki í liði United.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner