þri 14. maí 2019 22:41
Ívan Guðjón Baldursson
Craig Bellamy hrakinn úr starfi vegna eineltis
Craig Bellamy og Wilfried Zaha fagna marki með Cardiff City 2014.
Craig Bellamy og Wilfried Zaha fagna marki með Cardiff City 2014.
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeildarleikmaðurinn fyrrverandi Craig Bellamy hefur verið rekinn úr starfi sem yfirþjálfari akademíunnar hjá Cardiff City.

Bellamy var settur í frí í byrjun árs þegar ákveðið var að hefja rannsókn á starfsháttum hans eftir fjölda kvartana frá fjölskyldum drengja sem höfðu æft undir hans stjórn.

„Okkur er létt, hann þjálfaði son okkar Alfie. Við stigum fram og sögðum okkar sögu til að koma í veg fyrir að hann gæti hagað sér svona í kringum aðra táninga," segir Dave Madden, faðir stráks sem æfði hjá Cardiff.

„Ég sá hvað Alfie gekk í gegnum og það braut hjartað mitt. Þjálfarinn tók Alfie reglulega til hliðar og hraunaði yfir hann með fúkyrðum fyrir framan allan hópinn. Það breytti honum sem einstaklingi.

„Í janúar höfðu svo feður annarra stráka í sömu sporum samband við mig og við ákváðum að gera eitthvað í málinu."


Ekki er ljóst hvort Bellamy muni halda áfram að starfa í nýju starfi hjá Cardiff eða leita á önnur mið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner