Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 14. maí 2019 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Nik: Ég vildi fá Lauren fyrir síðasta tímabil
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain þjálfari kvennaliðs Þróttar R. var ánægður með 3-1 sigur gegn Haukum í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld.

Þróttur hefur farið vel af stað í sumar og vann 10-0 í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar. Þróttur vann þá C-deild Lengjubikarsins á undirbúningstímabilinu og er liðið komið með sjö sigra í röð frá 21. mars.

„Við stjórnuðum spilinu stóran hluta leiksins en þreytan fór að segja til sín og við hleyptum þeim aftur inn síðasta korterið. Færanýtingin okkar hefur skánað mikið að undanförnu og það gerir gæfumuninn í svona leikjum sem eru taldir jafnir fyrirfram," sagði Nik.

Lauren Wade skoraði tvennu í leiknum og er því komin með fimm mörk í þremur keppnisleikjum hér á landi.

„Ég vildi fá Lauren fyrir síðasta tímabil en hún ákvað að vera frekar í Bandaríkjunum. Við héldum sambandi og ég er glaður með að hún sé loksins komin til félagsins. Hún er ennþá að finna taktinn, hún er ekki búin að sýna sitt besta."
Athugasemdir
banner