Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   þri 14. maí 2019 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Nik: Ég vildi fá Lauren fyrir síðasta tímabil
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain þjálfari kvennaliðs Þróttar R. var ánægður með 3-1 sigur gegn Haukum í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld.

Þróttur hefur farið vel af stað í sumar og vann 10-0 í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar. Þróttur vann þá C-deild Lengjubikarsins á undirbúningstímabilinu og er liðið komið með sjö sigra í röð frá 21. mars.

„Við stjórnuðum spilinu stóran hluta leiksins en þreytan fór að segja til sín og við hleyptum þeim aftur inn síðasta korterið. Færanýtingin okkar hefur skánað mikið að undanförnu og það gerir gæfumuninn í svona leikjum sem eru taldir jafnir fyrirfram," sagði Nik.

Lauren Wade skoraði tvennu í leiknum og er því komin með fimm mörk í þremur keppnisleikjum hér á landi.

„Ég vildi fá Lauren fyrir síðasta tímabil en hún ákvað að vera frekar í Bandaríkjunum. Við héldum sambandi og ég er glaður með að hún sé loksins komin til félagsins. Hún er ennþá að finna taktinn, hún er ekki búin að sýna sitt besta."
Athugasemdir
banner