Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 14. maí 2019 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Nik: Ég vildi fá Lauren fyrir síðasta tímabil
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain þjálfari kvennaliðs Þróttar R. var ánægður með 3-1 sigur gegn Haukum í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld.

Þróttur hefur farið vel af stað í sumar og vann 10-0 í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar. Þróttur vann þá C-deild Lengjubikarsins á undirbúningstímabilinu og er liðið komið með sjö sigra í röð frá 21. mars.

„Við stjórnuðum spilinu stóran hluta leiksins en þreytan fór að segja til sín og við hleyptum þeim aftur inn síðasta korterið. Færanýtingin okkar hefur skánað mikið að undanförnu og það gerir gæfumuninn í svona leikjum sem eru taldir jafnir fyrirfram," sagði Nik.

Lauren Wade skoraði tvennu í leiknum og er því komin með fimm mörk í þremur keppnisleikjum hér á landi.

„Ég vildi fá Lauren fyrir síðasta tímabil en hún ákvað að vera frekar í Bandaríkjunum. Við héldum sambandi og ég er glaður með að hún sé loksins komin til félagsins. Hún er ennþá að finna taktinn, hún er ekki búin að sýna sitt besta."
Athugasemdir
banner