Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 14. maí 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
James vill fara til Atletico Madrid
James Rodriguez er ekki ofarlega á blaði Zinedine Zidane hjá Real Madrid.

Spænskir fjölmiðlar segja að Kólumbíumaðurinn vilji fara til Atletico Madrid frekar en að halda í enska eða ítalska boltann.

Stærsta hindrunin eru launakröfur James en sagt er að Atletico geti alls ekki borgað honum það sem hann vill fá.

James hefur aðeins byrjað fjóra La Liga leiki á þessu tímabili og ekki spilað mínútu í deildinni síðan í tapleik gegn Real Mallorca í október.

James hefur ekki náð sömu hæðum og 2014 þegar hann vann gullskóinn á HM í Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner