Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. maí 2021 21:03
Brynjar Ingi Erluson
England: Markaveisla er Man City vann Newcastle - Torres með þrennu
Ferran Torres skoraði þrennu fyrir Man City
Ferran Torres skoraði þrennu fyrir Man City
Mynd: EPA
Emil Kräfth skoraði fyrsta markið með skalla
Emil Kräfth skoraði fyrsta markið með skalla
Mynd: EPA
Newcastle 3 - 4 Manchester City
1-0 Emil Krafth ('25 )
1-1 Joao Cancelo ('39 )
1-2 Ferran Torres ('42 )
2-2 Joelinton ('45 , víti)
2-2 Joseph Willock ('62 , Misnotað víti)
3-2 Joseph Willock ('62 )
3-3 Ferran Torres ('64 )
3-4 Ferran Torres ('66 )

Englandsmeistarar Manchester City unnu Newcastle United, 4-3, er liðin áttust við á St. James' Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ferran Torres skoraði þrennu fyrir gestina og var fyrsta markið af dýrari gerðinni.

Pep Guardiola gerði fimm breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Chelsea í síðustu umferð en Scott Carson spilaði meðal annars fyrsta leik sinn fyrir félagið.

Leikmenn Newcastle stóðu heiðursvörð fyrir leikinn en Man City varð meistari á dögunum eftir að nágrannar þeirra í Man Utd töpuðu fyrir Leicester, 2-1.

Gestirnir voru eins og við var að búast töluvert betri í byrjun leiks, sköpuðu sér nokkur færi og voru mikið með boltann en á 25. mínútu fékk Newcastle hornspyrnu og inn fór boltinn. Emil Kräfth stangaði boltann í markið og lítið sem Carson gat gert til að verja.

Jonjo Shelvey var ekki langt frá því að koma Newcastle í 2-0 á 35. mínútu en hann átti aukaspyrnu sem hafnaði í þverslánni. City náði þó að svara stuttu síðar er Joao Cancelo skoraði með skoti sem fór af varnarmanni og og í netið.

Þremur mínútum síðar skoraði Ferran Torres stórbrotið mark með hælnum eftir aukaspyrnu Ilkay Gündogan. Boltinn kom inn á nærsvæðið og náði Torres að lyfta boltanum með hælnum yfir Dubravka í markinu.

Newcastle nældi sér í víti undir lok fyrri hálfleiks. Joelinton féll í teignum og benti Kevin Friend, dómari leiksins á punktinn. Það var skoðað á VAR-skjánum hvort Allan Saint-Maximin hafi verið rangstæður í aðdragandanum en svo var ekki. Joelinton tók vítið og skoraði. 2-2 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var álíka fjörugur og sá fyrri. Heimamenn fengu vítaspyrnu á 60. mínútu. Kyle Walker braut á Joe Willock innan teigs. Carson varði vítið frá Willock en boltinn barst aftur til enska miðjumannsins sem klikkaði ekki í annarri tilraun.

Torres var þó hvergi nærri hættur. Hann jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Gabriel Jesus átti fyrirgjöf inn í teiginn og var Torres mættur til að skora.

Spánverjinn fullkomnaði síðan þrennu sína á 66. mínútu. Cancelo fékk allan tímann í heiminum fyrir utan teiginn til að skjóta, boltinn í stöngina, út á Torres sem afgreiddi boltann í netið.

Lokatölur 4-3 Man City í vil. Liðið er nú með 83 stig í toppsætinu á meðan Newcastle er í 16. sæti með 39 stig þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner