Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 14. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni um helgina
Kvenaboltinn
Það er stór helgi framundan í kvennaboltanum þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verður spilaður.

Leikurinn fer fram núna á sunnudaginn og hefst hann klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður spilaður í Gautaborg í Svíþjóð.

Að þessu sinni mætast Chelsea og Barcelona í úrslitaleiknum. Þetta eru auðvitað risastór félög á evrópskum mælikvarða en hvorugt þeirra hefur unnið keppnina áður. Þetta eru tvö frábær lið sem unnu deildarkeppnirnar í Englandi og á Spáni.

Það verður ritað nýtt nafn á bikarinn. Hvaða nafn verður það?

sunnudagur 16. maí
19:00 Chelsea W - Barcelona W
Athugasemdir
banner