Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. maí 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjóst ekki við landsliðsvalinu - Brúðkaup á sama tíma
Janssen í leik með Monterrey.
Janssen í leik með Monterrey.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Vincent Janssen getur ekki spilað með hollenska landsliðinu í leik gegn Belgíu í Þjóðadeildinni.

Ástæðan er sú að hann er að fara að gifta sig í Bandaríkjunum degi síðar.

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, valdi Janssen í úrtökuhóp fyrir leiki í Þjóðadeildinni. Sóknarmaðurinn bjóst ekki við því og var þess vegna búinn að skipuleggja brúðkaup sitt í kringum þessa leiki sem framundan eru.

Móðir leikmannsins, Annemarie Verstappen, hefur tjáð sig um málið. „Brúðkaupið hans mun klárlega fara fram. Þau eru búin að vera að skipuleggja það í heilt ár."

„Það kom honum mjög á óvart að vera valinn í hollenska landsliðið aftur. Þetta er bara úrtakshópur og það þarf því ekki að hugsa meira um þetta strax," segir móðir leikmannsins.

Janssen er 27 ára gamall sóknarmaður sem spilar núna með Monterrey í Mexíkó. Hann lék áður fyrr með Tottenham en tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar þar.

Hann á að baki 17 landsleiki með Hollandi og hefur skorað í þeim sjö mörk. Síðasti landsleikur hans var árið 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner