Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. maí 2022 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk og Salah fóru báðir meiddir af velli - „Meiðsli Mo eru verri"
Mohamed Salah gat gengið af velli og því líklega verið að fyrirbyggja frekari meiðsli
Mohamed Salah gat gengið af velli og því líklega verið að fyrirbyggja frekari meiðsli
Mynd: EPA
Liverpool varð fyrir áfalli í sigri liðsins á Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins í dag en Mohamed Salah og Virgil van Dijk fóru báðir meiddir af velli.

Salah meiddist eftir hálftímaleik og þurfti skiptingu en Diogo Jota kom inn fyrir hann.

Van Dijk spilaði allar 90 mínúturnar en þurfti svo að biðja um skiptingu og kom Joel Matip inn og spilaði framlenginguna.

Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, segir að meiðsli Salah séu verri en hjá Van Dijk.

„Ég held að meiðsli Mo séu aðeins verri en hjá Virg. Hann er í lagi og fann bara aðeins til. Ég vona að hann verði í lagi, við erum með hópinn í að takast á við þetta," sagði Klopp við ITV eftir leik.

Læknateymi Liverpool hefur væntanlega ekki viljað taka áhættu og því ákveðið að best væri að taka þá af velli.
Athugasemdir
banner
banner