
Sveindís Jane Jónsdóttir er búin að ákveða sitt næsta skref á ferlinum. Þetta segir Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, og bætir við að þetta séu félagaskipti sem muni koma mörgum á óvart.
Sveindís hefur leikið með Wolfsburg í Þýskalandi undanfarin ár og verið í aukahlutverki þar. Núna er samningur hennar að renna út og mun hún taka næsta skref í sumar.
Sveindís hefur leikið með Wolfsburg í Þýskalandi undanfarin ár og verið í aukahlutverki þar. Núna er samningur hennar að renna út og mun hún taka næsta skref í sumar.
Sveindís hefur verið mest orðuð við enska boltann en Polly Crave, X-reikningur, sem snýst um sögusagnir í kvennaboltanum, nefnir þrjú félög sem Sveindís á að hafa rætt við. Þau eru öll á Englandi en það eru Arsenal, Manchester United og Tottenham.
Sveindís var spurð í viðtali á Fótbolta.net í síðasta mánuði hvort hún hefði rætt við Man Utd og vildi þá ekki staðfesta það.
„Ég er spennt fyrir ensku deildinni en maður veit aldrei hvar maður endar," sagði Sveindís.
Alvöru sprengju félagaskipti framundan - mun koma mörgum á óvart
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) May 12, 2025
Athugasemdir