Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mán 07. apríl 2025 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís á landsliðsæfingu.
Sveindís á landsliðsæfingu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Úr leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.
Úr leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svolítið erfitt að sætta sig við eitt stig þarna," segir landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir um leikinn gegn Noreg sem fór fram síðasta föstudag.

„Við höfum verið að skoða klippur úr leiknum og fara yfir hann. Það er allt frekar jákvætt. Við þurfum að nýta færin sem við fáum," segir Sveindís.

„Við erum að verjast frábærlega og þær eru ekkert að spila í gegnum okkur. Það er jákvætt að við séum mjög góðar að verjast og séum líka að búa til ágætis færi."

Næsti leikur er gegn Sviss á morgun og þar ætla stelpurnar okkar að taka þrjú stig.

„Síðasti leikur gegn þeim var ekki frábær. Ég held að 0-0 hafi verið sanngjörn úrslit í lokin. Mér finnst við eiga gera betur gegn Sviss. Mér finnst við vera með betra lið og betri leikmenn. Við þurfum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel á föstudaginn og klára færin sem við erum að búa til."

Spennt fyrir ensku deildinni
Sveindís var líka spurður út í stöðu sína hjá Wolfsburg í Þýskalandi í viðtalinu. Hún hefur ekki verið að byrja alla leiki og er ekki sátt með það. Samningur hennar hjá félaginu rennur út í sumar.

„Akkúrat núna líður mér ekkert frábærlega. Ég vil auðvitað spila alla leiki. Hef alltaf verið að koma inn á og byrja einn og einn leik. Ég hef ekki fengið að byrja eins oft og ég vil. Við erum með fínt lið en mér finnst ég eigi að byrja," segir Sveindís.

Þjálfarinn steig frá borði á dögunum og spurning hvort þetta breytist eitthvað í lok tímabilsins.

„Ég veit ekki hvort þetta breytist eitthvað í lokin þar sem þjálfarinn er farinn. Það eru síðustu leikirnir eftir og svo sér hvar maður endar eftir það."

Það er spurning hvort Sveindís muni skipta um félag í sumar. Það er áhugi á henni og meðal annars heyrast sögur um að Manchester United, eitt stærsta félag Englands, vilji fá hana.

„Ég held að það séu mörg lönd möguleikar. Ég er spennt fyrir ensku deildinni en maður veit aldrei hvar maður endar, hvort maður haldi áfram í Wolfsburg eða fari eitthvert annað."

Það hefur eitthvað heyrst um fund með Manchester United. Er eitthvað til í því?

„Hver var að segja það? Það eru einhver félög sem hafa áhuga. Ég ætla ekki að fara að nefna neitt. Það er eitthvað í gangi, en ekki neitt komið langt. Maður verður að skoða vel í kringum sig og velja vonandi rétt," sagði Sveindís.

Vonandi náum við að fylla stúkuna
Leikurinn gegn Sviss á morgun fer fram klukkan 16:45 á Þróttaravelli í Laugardal.

„Það skiptir okkur miklu máli að fylla stúkuna og sérstaklega þegar hún er svona lítil vill maður að það sé allt fullt í stúkunni. Það myndast góð stemning ef stúkan er full."

„Vonandi náum við að fylla hana," sagði Sveindís að lokum en allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner