Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mán 07. apríl 2025 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís á landsliðsæfingu.
Sveindís á landsliðsæfingu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Úr leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.
Úr leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svolítið erfitt að sætta sig við eitt stig þarna," segir landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir um leikinn gegn Noreg sem fór fram síðasta föstudag.

„Við höfum verið að skoða klippur úr leiknum og fara yfir hann. Það er allt frekar jákvætt. Við þurfum að nýta færin sem við fáum," segir Sveindís.

„Við erum að verjast frábærlega og þær eru ekkert að spila í gegnum okkur. Það er jákvætt að við séum mjög góðar að verjast og séum líka að búa til ágætis færi."

Næsti leikur er gegn Sviss á morgun og þar ætla stelpurnar okkar að taka þrjú stig.

„Síðasti leikur gegn þeim var ekki frábær. Ég held að 0-0 hafi verið sanngjörn úrslit í lokin. Mér finnst við eiga gera betur gegn Sviss. Mér finnst við vera með betra lið og betri leikmenn. Við þurfum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel á föstudaginn og klára færin sem við erum að búa til."

Spennt fyrir ensku deildinni
Sveindís var líka spurður út í stöðu sína hjá Wolfsburg í Þýskalandi í viðtalinu. Hún hefur ekki verið að byrja alla leiki og er ekki sátt með það. Samningur hennar hjá félaginu rennur út í sumar.

„Akkúrat núna líður mér ekkert frábærlega. Ég vil auðvitað spila alla leiki. Hef alltaf verið að koma inn á og byrja einn og einn leik. Ég hef ekki fengið að byrja eins oft og ég vil. Við erum með fínt lið en mér finnst ég eigi að byrja," segir Sveindís.

Þjálfarinn steig frá borði á dögunum og spurning hvort þetta breytist eitthvað í lok tímabilsins.

„Ég veit ekki hvort þetta breytist eitthvað í lokin þar sem þjálfarinn er farinn. Það eru síðustu leikirnir eftir og svo sér hvar maður endar eftir það."

Það er spurning hvort Sveindís muni skipta um félag í sumar. Það er áhugi á henni og meðal annars heyrast sögur um að Manchester United, eitt stærsta félag Englands, vilji fá hana.

„Ég held að það séu mörg lönd möguleikar. Ég er spennt fyrir ensku deildinni en maður veit aldrei hvar maður endar, hvort maður haldi áfram í Wolfsburg eða fari eitthvert annað."

Það hefur eitthvað heyrst um fund með Manchester United. Er eitthvað til í því?

„Hver var að segja það? Það eru einhver félög sem hafa áhuga. Ég ætla ekki að fara að nefna neitt. Það er eitthvað í gangi, en ekki neitt komið langt. Maður verður að skoða vel í kringum sig og velja vonandi rétt," sagði Sveindís.

Vonandi náum við að fylla stúkuna
Leikurinn gegn Sviss á morgun fer fram klukkan 16:45 á Þróttaravelli í Laugardal.

„Það skiptir okkur miklu máli að fylla stúkuna og sérstaklega þegar hún er svona lítil vill maður að það sé allt fullt í stúkunni. Það myndast góð stemning ef stúkan er full."

„Vonandi náum við að fylla hana," sagði Sveindís að lokum en allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner