Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 19:09
Brynjar Ingi Erluson
Arnautovic biðst afsökunar á ljótu ummælunum í gær
Marko Arnautovic missti sig í fagnaðarlátunum
Marko Arnautovic missti sig í fagnaðarlátunum
Mynd: EPA
Austurríski framherjinn Marko Arnautovic hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem hann lét falla eftir að hann skoraði þriðja mark liðsins í 3-1 sigri á Norður-Makedóníu á EM í gær.

Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann elskar mótlæti og er karakterinn oft misskilinn.

Hann byrjaði á bekknum í gær en kom inná í síðari hálfleik og skoraði svo þriðja mark Austurríkis.

Framherjinn fagnaði markinu á fremur óviðeigandi hátt, svo óviðeigandi að David Alaba, fyrirliði Austurríkis, þurfti að skerast í leikinn og vinsamlegast biðja hann um að slaka á.

„Ég er að sofa hjá albönsku móður þinni," sagði Arnautovic við Ezgjan Alioski, leikmann Leeds, og hefur hann verið sakaður um fordóma.

Talið er að þarna hafi Arnautovic verið með hatur í garð Albaníu en allt má þetta rekja til Kósóvó-stríðsins þar sem Albanía og Serbía börðust um landið. Faðir Arnautovic er frá Serbíu og öskraði framherjinn þessum orðum að Alioski.

„Það voru orð sögð í hita leiksins og vil ég sérstaklega biðja vini mína frá Norður-Makedóníu og Albaníu afsökunar. Ég vil þó segja eitt að ég er ekki rasisti. Ég á vini í flestum löndum og ég fagna fjölbreytileikanum. Allir sem þekkja mig vita það," sagði Arnautovic á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner