Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Einn með öllu er ÍBV náði í dramatískan sigur
Guðjón Ernir Hrafnkelsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma
Guðjón Ernir Hrafnkelsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 2 - 1 Þór
1-0 Stefán Ingi Sigurðarson ('11 )
1-1 Jóhann Helgi Hannesson ('29 )
1-1 Guðjón Pétur Lýðsson ('89 , misnotað víti)
2-1 Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('92 )
Rautt spjald: Nökkvi Már Nökkvason , ÍBV ('65)
Lestu um leikinn hér

ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Þór í Lengjudeildinni í kvöld en liðin áttust við á Hásteinsvelli. Guðjón Ernir Hrafnkelsson skoraði sigurmark í uppbótartíma.

Stefán Ingi Sigurðarson kom Eyjamönnum yfir á 11. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson stýrði aukaspyrnu á Stefán sem stangaði boltann í netið.

Þórsarar sóttu á Eyjamenn. Jakob Snær Árnason átti skot í þverslá og stuttu síðar jafnaði Jóhann Helgi Hannesson metin með skoti úr markteignum eftir sendingu frá Alvaro Montejo.

Í síðari hálfleiknum spiluðu Eyjamenn manni færri frá 65. mínútu eftir að Nökkvi Már Nökkvason braut á Montejo sem var að sleppa í gegn. Seinna gula spjaldið og þar með rautt.

Orri Sigurjónsson var nálægt því að koma Þórsurum yfir á 78. mínútu en skot hans fór í stöng. Tíu mínútum síðar fengu Eyjamenn víti eftir bakhrindingu.

Guðjón Pétur steig á punktinn en þrumaði boltanum hátt yfir markið. Það kom þó ekki að sök því í uppbótartíma reyndist Guðjón Ernir Hrafnkelsson hetja heimamanna er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Seku Conneh í markið.

Ótrúlegar lokamínútur í Eyjum og þriðji sigur ÍBV á tímabilinu staðreynd. ÍBV fer upp í 5. sæti með sigrinum og er með 10 stig en Þórsarar eru með 7 stig í 8. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner