Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Patrik Schick með besta mark Evrópumótsins
Mynd: EPA
Skotar eru að spila við Tékka í fyrstu umferð EM allsstaðar. Leikurinn fer fram í Skotlandi en Tékkar eru tveimur mörkum yfir.

Skotar hafa verið ótrúlega óheppnir að skora ekki í leiknum en Patrik Schick er kominn með tvennu fyrir gestina. Fyrra markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf en það seinna var glæsilegt og gæti staðið uppi sem fallegasta mark mótsins.

Tékkar komust í skyndisókn og tók Schick eftir því að David Marshall var kominn langt út úr vítateignum. Marshall spretti aftur að marklínunni en Schick lét ekki bjóða sér opið mark tvisvar. Hann var við miðjubogann og smellhitti knöttinn, en sjón er sögu ríkari.

Markið magnaða má sjá með að smella hér.

Schick er 25 ára gamall framherji sem gerði garðinn frægan með Sampdoria en mistókst að gera vel hjá Roma. Síðan þá hefur hann þó gert góða hluti með RB Leipzig og Bayer Leverkusen í þýska boltanum.


Athugasemdir
banner