Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Postecoglou sagður spenntur fyrir því að vinna aftur með Ryan
Ryan lék með Arsenal á seinni hluta síðustu leiktíðar.
Ryan lék með Arsenal á seinni hluta síðustu leiktíðar.
Mynd: Getty Images
Celtic í Skotlandi er að íhuga að fá markvörðinn Mat Ryan frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brighton.

Þetta kemur fram á Sky Sports.

Ange Postecoglou, fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu, er tekinn við Celtic og hann er spenntur fyrir því að vinna aftur með Ryan, sem er landsliðsmarkvörður Ástrala.

Það eru engar viðræður hafnar en Celtic er ekki eina félagið sem hefur áhuga á markverðinum. Félög á Frakklandi og Spáni hafa sýnt áhuga, sem og Arsenal. Ryan var á láni hjá Arsenal seinni hluta síðustu leiktíð.

Samningur Ryan við Brighton rennur út næsta sumar og verður hann líklega á ferðinni í sumar. Hann vill helst vera aðalmarkvörður að sögn Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner