Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 14. júní 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McClaren gagnrýndi Rashford í janúar: Hata svona viðhorf
Steve McClaren.
Steve McClaren.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Steve McClaren er orðinn aðstoðarstjóri Hollendingsins Erik ten Hag hjá Manchester United. Þeir störfuðu saman hjá Twente á sínum tíma þar sem McClaren var aðalþjálfari, en núna munu þeir endurnýja kynni sín í mismunandi hlutverkum.

Það gæti orðið frekar vandræðalegt þegar McClaren mætir á æfingasvæðið eftir sumarfrí því hann er búinn að gagnrýna leikmenn liðsins - og þá sérstaklega einn leikmann - nokkuð harðlega á opinberum vettvangi.

McClaren var til talks á Talksport útvarpsstöðinni í janúar eftir 1-0 sigur United gegn Aston Villa í FA-bikarnum.

Þar gagnrýndi hann viðhorf og líkamstjáningu Marcus Rashford, sem átti skelfilegt tímabil hjá Man Utd.

„Ég hata svona viðhorf hjá leikmanni," sagði McClaren um Rashford.

„Líkamstjáning er svo mikilvæg hjá fótboltamönnum... og þetta er búið að vera vandamál hjá Rashford allan hans feril. Hann verður pirraður alltof auðveldlega og berst ekki í gegnum erfiðu augnablikin. Hann nær ekki að halda sér í leiknum. Ef hann á ekki góðan fyrri hálfleik, þá á hann aldrei góðan seinni."

„Ég lít á hann og sé strák sem vantar hjálp."

McClaren sagði að Rashford væri með mikla hæfileika en vantaði að ná betri tökum á hugarfari sínu.

Kannski að McClaren muni ná til Rashford og hjálpa honum. Hann verður að gera betur á næstu leiktíð ef hann ætlar sér að eiga feril hjá Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner