Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júlí 2020 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Hull að tapa 7-0 í hálfleik - „Aumkunarverð frammistaða"
Leikmenn Hull City ganga niðurlútir af velli í hálfleik
Leikmenn Hull City ganga niðurlútir af velli í hálfleik
Mynd: Getty Images
Það eru ótrúlegir hlutir að eiga sér stað í ensku B-deildinni í þessum skrifuðu orðum en Wigan Athletic er að vinna Hull City, 7-0, í hálfleik.

Kieffer Moore og Kieran Dowell eru báðir búnir að skora tvö mörk og þá hafa þeir Kai Naismith, Jamal Lowe og Joe Williams komið sér á blað í leiknum.

Wigan er að ganga í gegnum erfiða hluti en unnið er að því að koma í veg fyrir að félagið fari í greiðslustöðvun eftir að afar vafasöm eigandaskipti áttu sér stað.

Hull City hefur verið í basli á þessari leiktíð og er í fallsæti og virðist fátt koma í veg fyrir að liðið falli í ár.

Wigan þarf aðeins eitt mark í viðbót til þess að skrifa sig í sögubækurnar en liðið hefur aldrei áður gert átta mörk í einum leik.


Athugasemdir
banner
banner