Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 14. júlí 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin ekki lykillinn að framtíð Havertz
Kai Havertz, miðjumaður Bayer Leverkusen, gæti farið í félag sem er ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Hinn 21 árs gamli Havertz hefur verið orðaður við bæði Chelsea og Real Madrid.

Orðrómur hefur verið um að Havertz vilji ekki fara til Chelsea ef liðið endar ekki í topp fjórum og nær ekki sæti í Meistaradeildinni.

BBC segir frá því í dag að þetta sé ekki rétt. Havertz vilji auðvitað spla í Meistaradeildinni en það hafi þó ekki úrslitaáhrif á val hans.

Havertz ku horfa meira í langtímaáætlanir hjá því félagi sem hann mun ganga til liðs við en allt bendir til þess að hann fari frá Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner