Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Kristín Ýr spáir í níundu umferð í Pepsi Max-deild kvenna
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fylkir vinnur Selfoss samkvæmt spá Kristínar.
Fylkir vinnur Selfoss samkvæmt spá Kristínar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deild kvenna.

Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport spáir í spilin að þessu sinni.



Selfoss 0 - 1 Fylkir (14:00 á sunnudag)
Fyrir mót hefði ég alltaf spáð Selfossi sigri en eins og deildin hefur spilast verð ég að spá útisigri þarna. 0-1. Þrátt fyrir erfiðan útivöll og þá staðreynd að Selfoss liðið er heppið ef Hólmfríður mun spila aðeins 3 vikum eftir kinnbeinsbrot.

Þróttur 2 - 0 ÍBV (14.00 á sunnudag)
Þetta verður mjög harður leikur. Þróttur tekur 3 stig þarna. Virkilega þéttar og vel skipulagðar og ef Olla Sigga heldur áfram að skora geta þær klifið hratt upp töfluna.

Stjarnan 1 - 1 Þór/KA (16:00 á sunnudag)
Erfitt að lesa í Stjörnuna þær hafa verið að koma á óvart en ekki nàð stöðugleika. Þær gætu strítt Þór/KA á heimavelli. Set jafntefli à þennan leik.

FH 0 - 3 Breiðablik (16:00 á sunnudag)
Þetta er toppliðið á móti botnliðinu. Gefinn útisigur. Telma fær ekki að standa í markinu þar sem hún er á láni frá Blikum en Þóra hefur verið kölluð til baka úr láni frá Fram og verður gaman að sjà hana á stóra sviðinu. Eins verður gaman að sjá FO nýja framherjann spreyta sig. Hún er klárlega mikill liðsstyrkur fyrir FH sem hefur ekki náð að skora nema 3 mörk í sumar.

KR 0 - 3 Valur (18:00 á mánudag)
KR vissulega búnar að þétta raðirnar síðustu leiki en gæðamunurinn of mikill milli liðanna.

Fyrri spámenn
Bjarni Helgason - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Sandra María Jessen - 3 réttir
Oliver Sigurjónsson - 2 réttir
Orri Sigurður Ómarsson - 2 réttir

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner