Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 14. ágúst 2020 20:46
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Þeir nýttu sína sénsa
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara alltaf jafn fúlt að tapa fótboltaleikjum og við erum mjög ósáttir við að tapa. Við teljum okkur hafa átt að fá eitthvað út úr þessum leik. Við spilum þennan leik ágætlega fyrir utan einhvern 15-20 mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks þar við hleyptum FHingum alltof mikið inn í leikinn en svona er þetta. FH er gott lið og þeir nýttu sína sénsa en það gerðum við ekki.“
Sagði Rúnar Kristinnsson þjálfari KR um leikinn eftir 1-2 tap hans manna gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

Leikurinn í kvöld markar annað upphaf á tímabilinu hér heima eftir að hlé var gert á mótinu vegna Covid-19 um síðastliðin mánaðarmót.
Evrópuleikir eru framundan hjá KR og fleiri liðum og því væntanlega kærkomið að mótið hafi farið af stað á þessum tímapunkti í aðdraganda þeirra leikja.

„Það er gríðarlega mikilvægt og það sést í dag. Við erum fínir í fyrri hálfleik en þreyta í upphafi síðari hálfleiks. VIð náðum að hrista það af okkur og keyra upp smá tempó síðustu 25 og náðum að setja smá pressu á Fhingana en það var í mikilli neyð.Við vorum undir og menn þurftu að bæta aðeins í. Þetta er einhverstaðar þarna en það er þessi rythmi sem vantar í þetta og þess vegna var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og FH og öll önnur lið að fá leik.“

Um hvernig er að stýra liði í aðstæðum sem þessum sagði Rúnar.

„Það er mjög erfitt að lóðsa þessu áfram og koma mönnum og halda þeim í toppformi. Það eru engar snertingar leyfðar og tveggja metra regla en við höfum reynt að fylgja því eins vel og við getum og reynt að æfa eins vel og við getum en það er erfitt. Á meðan þú ferð ekki í kontakt, færð ekki alvöru hlaup og alvöru spretti þá er þetta svolítið happa glappa.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars hvort KR hugi að styrkingu hópsins nú í glugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner