Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fös 14. ágúst 2020 20:46
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Þeir nýttu sína sénsa
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara alltaf jafn fúlt að tapa fótboltaleikjum og við erum mjög ósáttir við að tapa. Við teljum okkur hafa átt að fá eitthvað út úr þessum leik. Við spilum þennan leik ágætlega fyrir utan einhvern 15-20 mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks þar við hleyptum FHingum alltof mikið inn í leikinn en svona er þetta. FH er gott lið og þeir nýttu sína sénsa en það gerðum við ekki.“
Sagði Rúnar Kristinnsson þjálfari KR um leikinn eftir 1-2 tap hans manna gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

Leikurinn í kvöld markar annað upphaf á tímabilinu hér heima eftir að hlé var gert á mótinu vegna Covid-19 um síðastliðin mánaðarmót.
Evrópuleikir eru framundan hjá KR og fleiri liðum og því væntanlega kærkomið að mótið hafi farið af stað á þessum tímapunkti í aðdraganda þeirra leikja.

„Það er gríðarlega mikilvægt og það sést í dag. Við erum fínir í fyrri hálfleik en þreyta í upphafi síðari hálfleiks. VIð náðum að hrista það af okkur og keyra upp smá tempó síðustu 25 og náðum að setja smá pressu á Fhingana en það var í mikilli neyð.Við vorum undir og menn þurftu að bæta aðeins í. Þetta er einhverstaðar þarna en það er þessi rythmi sem vantar í þetta og þess vegna var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og FH og öll önnur lið að fá leik.“

Um hvernig er að stýra liði í aðstæðum sem þessum sagði Rúnar.

„Það er mjög erfitt að lóðsa þessu áfram og koma mönnum og halda þeim í toppformi. Það eru engar snertingar leyfðar og tveggja metra regla en við höfum reynt að fylgja því eins vel og við getum og reynt að æfa eins vel og við getum en það er erfitt. Á meðan þú ferð ekki í kontakt, færð ekki alvöru hlaup og alvöru spretti þá er þetta svolítið happa glappa.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars hvort KR hugi að styrkingu hópsins nú í glugganum.
Athugasemdir