Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Þorleifur tók á móti Róberti - Óttar í barnsburði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Siena

Það var nóg um að vera í norður-ameríku í nótt þar sem nokkrir Íslendingar komu við sögu.


Þorleifur Úlfarsson, hjá Houston Dynamo, og Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður CF Montreal, mættust í MLS deildinni en þeir byrjuðu á sitthvorum bekknum. Þeim var báðum skipt inn á lokakafla leiksins þegar staðan var orðin 2-3 fyrir gestina frá Kanada.

Róbert Orri og félagar í Montreal voru talsvert betri í leiknum og verðskulduðu sigurinn að lokum. Þeir eru í toppbaráttunni með 43 stig eftir 25 umferðir á meðan Þorleifur og vinir í Houston eru aðeins með 25 stig og átta stigum frá umspilssæti.

Guðlaugur Victor Pálsson var þá í byrjunarliði DC United undir stjórn Wayne Rooney sem mætti New England Revolution - félaginu sem Arnór Ingvi Traustason var að yfirgefa á dögunum.

New England vann án Anórs þökk sé marki frá Carles Gil, fyrrum leikmanni Aston Villa.

DC vermir botn austurdeildarinnar með 22 stig eftir 24 umferðir. New England er í baráttu um umspilssæti og sigurinn gæti reynst afar dýrmætur.

New England Revolution 1 - 0 DC United

Houston Dynamo 2 - 3 CF Montreal

Í USL deildinni, B-deild Bandaríkjamanna, er Óttar Magnús Karlsson meðal markahæstu leikmönnum en hann var utan hóps í dag.

Hinn ungi Óttar Magnús var ekki með Oakland Rootts í 1-1 jafntefli gegn Detroit. Hann var upptekinn við barnsburð með kærustunni, yndislegar fréttir þar á bæ.

Oakland lifði af án Óttars og nældi sér í stig en Óttar hefur verið mikilvægur hlekkur í sumar og er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 15 mörk.

Oakland er með 30 stig eftir 25 umferðir og er þremur stigum frá umspilsbaráttunni.

Detroit 1 - 1 Oakland Roots


Athugasemdir
banner
banner
banner