Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 14. ágúst 2022 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
England: Sauð uppúr í fjörugu jafntefli á Brúnni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Chelsea 2 - 2 Tottenham
1-0 Kalidou Koulibaly ('19) 
1-1 Pierre-Emile Höjbjerg ('68)
2-1 Reece James ('77)
2-2 Harry Kane ('96)


Chelsea tók á móti Tottenham í fyrsta stórleik enska úrvalsdeildartímabilsins á þessum skemmtilega 'Ofursunnudegi'.

Chelsea sýndi flotta spilamennsku og var talsvert betri aðilinn í leiknum en gestirnir í Tottenham eru einnig með mikil gæði í sínu liði og því alltaf hættulegir.

Kalidou Koulibaly skoraði fyrsta mark leiksins með flottu skoti eftir hornspyrnu. Senegalinn var óvaldaður innan vítateigs og smellhitti boltann með viðstöðulausu skoti. Virkilega vel gert.

Lærisveinar Thomas Tuchel komust nálægt því að tvöfalda forystuna en næsta mark leiksins skoraði Pierre-Emile Höjbjerg með góði skoti rétt fyrir utan vítateigslínuna og varð mönnum ansi heitt í hamsi í kjölfarið. Antonio Conte og Tuchel rákust saman á hliðarlínunni þar sem Conte virðist hafa gleymt sér aðeins og byrjaði að fagna marki á tæknilegu svæði Chelsea. Tuchel tók ekki vel í þetta, hann snöggreiddist og þurfti að skilja stjórana að.

Það spilaði inn í að Tuchel taldi að brotið hafði verið á Havertz í aðdraganda jöfnunarmarksins. Havertz var brjálaður og fór beint að væla í aðstoðardómara á meðan Tottenham fór í sókn og endaði á að jafna 44 sekúndum síðar.

Staðan var ekki lengi jöfn því Reece James kom heimamönnum aftur yfir níu mínútum síðar eftir góðan undirbúning frá Raheem Sterling.

Tottenham blés til sóknar undir lokin og fékk hornspyrnu. Edouard Mendy gerði vel að verja skalla frá Ben Davies en gestirnir fengu aðra hornspyrnu og í þetta sinn kom Harry Kane og skallaði boltann í netið.

Þetta mark kom í lokin á uppbótartímanum og lokatölur 2-2. Svekkjandi fyrir Chelsea sem sýndi yfirburði en lærisveinar Conte fara brosandi heim.

Tuchel og Conte áttust aftur við að leikslokum og voru um þrjátíu manns mættir til að stöðva átökin. Þeir fengu báðir að líta rauða spjaldið fyrir áflogin sem þeir sköpuðu og verða því í banni.

Þetta kemur á óvart því samband Tuchel og Conte hefur virst vera mjög gott í gegnum tíðina og samdi þeim til að mynda vel saman í nágrannaslögunum síðasta vetur.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner