Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. september 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku gladdi hafnfirska bræður eftir sigurinn
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku fiskaði vítaspyrnu og skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Belgíu gegn Íslandi í Þjóðadeildinni fyrr í vikunni.

Lukaku varð eftir á vellinum til að fagna með stuðningsmönnum Belgíu sem ferðuðust alla leið til Íslands. Hann gaf þeim þó ekki treyjuna sína, heldur rölti með hana að leikmannagöngunum og rétti ungum íslenskum aðdáanda sem var himinlifandi.

Aðdáandinn ungi er hafnfirskur strákur sem ætlar ekki að eiga treyjuna fyrir sjálfan sig, heldur deila henni með bróður sínum enda höfðu þeir samið um það fyrir leik.

Lukaku spilar fyrir Manchester United í enska boltanum og eru bræðurnir dyggir stuðningsmenn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner