Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. september 2019 10:34
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Liverpool og Newcastle: Firmino hvíldur
Mynd: Getty Images
Liverpool tekur á móti Newcastle í fyrsta leik enska boltans eftir landsleikjahlé.

Liverpool trónir á toppi úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Newcastle er með fjögur stig eftir sigur á Tottenham Hotspur Stadium fyrir nokkrum vikum.

Jürgen Klopp gerir tvær breytingar á liði Liverpool. Alex Oxlade-Chamberlain kemur inn á miðjuna fyrir Jordan Henderson á meðan Divock Origi byrjar í framlínunni í stað Roberto Firmino.

Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Chamberlain á Anfield í næstum tvö ár en hann hefur verið mikið frá vegna erfiðra meiðsla.

Steve Bruce gerir aðeins eina breytingu. Jonjo Shelvey kemur inn í liðið fyrir Sean Longstaff sem er tæpur og byrjar á bekknum.

Liverpool: Adrian, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Mane, Origi, Salah.
Varamenn: Kellerher, Milner, Firmino, Gomez, Henderson, Lallana, Shaqiri.

Newcastle: Dubravka, Krafth, Lascelles, Schar, Dummett, Atsu, Hayden, Shelvey, Willems, Almiron, Joelinton.
Varamenn: Darlow, Clark, Sung-yueng, Muto, Fernandez, Manquillo, Longstaff.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner