Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. september 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir Ejub með Víking Ólafsvík?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, ræddi framtíð sína í viðtali eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í Inkasso-deildinni fyrr í dag.

Ejub hefur verið í Ólafsvík frá 2003 og hefur hann þjálfað liðið síðan þá, að undanskildu árinu 2009 þegar hann tók sér frí. Hann þjálfaði þó liðið í þremur leikjum árið 2009.

Undir hans stjórn hefur liðið flakkað um á milli deilda. Þrjú sumur hefur liðið leikið í efstu deild. Í sumar hefur liðið verið í efri hlutanum í Inkasso-deildinni, en er sem stendur í sjötta sæti.

Verður Ejub áfram í Ólafsvík?

„Það kemur í ljós. Konan mín og krakkarnir eru í rólegheitum að fara til Reykjavíkur. Það kemur í ljós hvernig þetta verður allt saman," sagði Ejub, en hann mun setjast niður með stjórninni í Ólafsvík og taka stöðuna.

„Við höfum verið að vinna saman svo lengi, það verður minnsta mál," sagði hann.

Helgi Sigurðsson mun hætta með Fylki eftir tímabilið, en Ejub er sagður vera á meðal þeirra sem koma til greina í starfið þar.
Ejub: Ómannlegt að spila í svona veðri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner