Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. september 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp hrósar Raducanu í hástert
Raducanu með bikarinn
Raducanu með bikarinn
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fer fögrum orðum um hina átján ára gömlu Emmu Raducanu sem vann opna bandaríska meistaramótið í tennis eftir úrslitaleik við Leylah Fernandez sem er nítján ára.

Raducanu varð sú yngsta til að vinna mótið frá því að Serena Williams gerði það átján ára gömul árið 1999. Raducanu er sá meistari sem á að baki fæsta leiki á risamóti áður en hún fagnar titli. Hún varð fyrst til þess að vinna risamót eftir að hafa tryggt sér sæti á því í gegnum úrtökumót.

„Það var langt síðan ég horfði á heilan tennis leik og ég var hrifinn af kraftinum, hraðanum og öllum leiknum," sagði Klopp sem var hrifnastur af auðmýkt beggja leikmanna að leik loknum.

„Tennis kvenna er augljóslega á frábærum stað. Það sem þessar átján og nítján ára gömlu stelpur sýndu í leiknum var gríðarlega flott og einnig hvernig þær töluðu eftir leikinn. Ég var mjög hrifinn af því hvernig þær komu fram eftir leikinn. Fernandez var augljóslega svekkt og Emma sýndi henni mikla virðingu."

„Þær vissu að þær munu mætast oft í framtíðinni og komast oft í úrslitaleiki. Ég vonast til þess fyrir þeirra hönd. Þær sýndu mikla íþróttamennsku og sýndu hversu auðmjúkur þú getur verið á þessu stærsta sviði heimsins."

„Þegar þú vinnur opna bandaríska átján ára gömul þá er það vegna mikillar erfiðisvinnu. Hún er klárlega ótrúlega hæfileikarík og án erfiðisvinnu er ekki hægt að komast svona langt."

„Núna er hún komin þetta langt og þú sérð hana brosa á meðan hún er að spila, ég get ekki ímyndað mér augnablik sem lýsa ánægju betur. Ég mun klárlega horfa á tennis kvenna mun meira en ég gerði,"
sagði Klopp að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner